news

Rithöfundar framtíðarinnar

09 Sep 2016

Í bókavikunni sem nú er að líða tóku 5.ára börnin þátt í skemmtilegu verkefni í samvinnu við Líneyju bókasafnsvörð. Þau sömdu og myndskreyttu litla bók sem ber nafnið "Sagan um slökkviliðið". Ekki þurfti að grafa eftir sköpunarkraftinum og gleðinni og útkoman varð þessi líka flotta bók. Set hér myndir af bókinni og eina af okkur að sýna hana á viðburðinum sem hlaldinn var á bókasafninu í tilefni Alþjóðdegi læsis. Við þökkum fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu og látum myndirnar tala sínu máli.