Gildin okkar
Einkunnarorð Barnabóls eru vinátta, umhyggja og bros og voru valin af starfshópi leikskólans sem mikilvæg leiðarljós fyrir nemendur og kennara. Þau eru öll gildishlaðin og lúta ákveðið að líðan hópsins sem við trúum að sé eitt af lykilatriðum í árangursríku skólastarfi
Vinátta: Við leggjum ekki í einelti og vinnum markvisst með vináttuna. Fylgjumst með ef einhverjum líður illa og bjóðum þeim sem eru einir í leik að vera með okkur. Kennararnir eru líka vinir og tala fallega um hvern annan.
Umhyggja: er að láta sig varða velferð annarra. Með umhyggju sýnum við að okkur er annt
um aðra sem á vegi okkar verða; fólk, dýr og allt okkar umhverfi. Við berum umhyggju fyrir okkur sjálfum sem og öðrum. Við viljum gleðja fólk og sýna þeim döpru og hjálparlausu kærleika. Mikilvægur þáttur sem kemur daglega fyrir í leikskólastarfinu.
Bros: Við erum fjölbreyttur hópur sem eigum mismunandi móðurmál og menningarlegur bakgrunnur okkar oft ólíkur, en allir brosa á sama tungumáli. Brosið skilja börnin svo vel og þegar við brosum líður okkur vel og við getum gefið bros svo öðrum líði vel. Bros er beygja sem réttir af alla hluti.