Við leikskólann er starfandi foreldrafélag og allir foreldrar barna verða sjálfkrafa félagar um leið og barnið byrjar í leikskólanum.

Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra og kennara, auka þátttöku foreldra í starfi leikskólans og tryggja velferð barnanna sem best.

Foreldrafélagið styður með ýmsu móti við leikskólann. Hefð er fyrir því að foreldrafélagið standi fyrir grillveislu að sumri, jólaföndri fyrir börn og foreldra og öskudagsballi. Einnig hefur foreldrafélagið styrkt leikskólann til kaupa á ýmsum kennslugögnum og leikföngum. Foreldrafélagsgjald er kr. 3600 á ári fyrir eitt barn og er innheimt mánaðarlega með leikskólagjaldinu. Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn að hausti ár hvert þar sem farið er yfir skýrslu stjórnar og ný stjórn kjörin.