Leiksýning á fimmtudag

08 Maí 2017

Brúðuleikhússýningin, Íslenski fílinn verður sýndur fimmtudaginn 11.maí fyrir leikskólann og fyrstu fjóra bekki grunnskólans í Þórsveri kl 15:00. Sýningin fjallar um lítinn munaðarlausan fílsunga sem flýr þurrkana í Afríku og heldur alla leið til Íslands til að leita að betri samastað. Sýningunni lýkur um kl 16:00 og fínt ef foreldrar sæki bara börnin uppí Þórsver.