news

Dagur leikskólans 2020

06 Feb 2020

Síðustu tólf ár hefur verið haldið upp á Dag leikskólans þann 6.febrúar en þann dag árið 1950 stofnuðu fumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök. Leikskólar fagna deginum með ýmsum hætti og vekja athygli á því starfi sem þar er unnið. Við buðum Félagi eldriborgara til okkar í heimsókn í tilefni dagsins, þar sem þau kynntust aðeins starfinu, skoðuðu nýju húsakynnin og fengu sér kaffisopa. Frábær heimsókn og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.