news

Haustverkefni

07 Okt 2020

Haustið er alltaf skemmtilegur tími hér í leikskólanum. Við erum búin að fara í garðinn hjá Siggu og tína fullt af rauðum og gulum og appelsínugulum laufblöðum. Svo fórum við heim í leikskólann og pressuðum blöðin í hinni frábæru símaskrá sem við eigum og notum á hverju hausti fyrir slíkt:) Við fórum einnig á aðra staði til að tína fallin laufblöð. þetta gerum við á hverju hausti og gerum svo einhverja skemmtilega skreytingu úr öllu. Elstu börnin gerðu svo fallegt ljóð um haustið.

Bestu haustkveðjur til ykkar allra:)

við á Barnabóli;)