news

Hnattrænt jafnrétti

17 maí 2016

Eitt af markmiðum okkar í grænfánaverkefninu er að læra um þau lönd sem nemendur skólans tengjast s.s. Pólland,Ítalía, Þýskaland, Afríka(Marta) og Ísland. Nú erum við búin að fá tvær kynningar um Pólland og eina um Þýskaland. Ina kom og fræddi okkur um þýslaland í máli og myndum. Alina og Magda voru með kynningu á þeim stöðum sem þær ólust upp á. Svo kom Aneta og sýndi okkur tvennslags þjóðbúninga frá Póllandi ásamt fleiri þjóðlegum munum. Sendiráð Póllands á Íslandi gaf okkur púsl, spil og litabækur og þökkum við þeim kærlega fyrir sem og þeim sem gáfu sér tíma og kynntu landið sitt fyrir okkur.