news

Gleðilega hrekkjavöku!!

31 Okt 2022

Við héldum upp á hrekkjavökuna í dag í leikskólanum en það er annað árið sem við gerum svona mikið úr hrekkjavökunni. Allir mættu glæsilegir í búningum og var búið að skreyta vel fyrir utan og í forstofunni þegar furðuverurnar mættu. Það var dansað, boðið upp á "hræðilega" hressingu og hrekkjavökubíó eftir síðdegishressinguna.