Við skiptum skólaárinu upp í fjórar annir. Annirnar skiptast eftir árstíðunum og svo innan þeirra eru ákveðin þemu. Þetta gerir það að verkum að allir eiga að vita að hverju við erum að vinna. Og einnig auðveldar þetta allt innra mat og gott er að sjá hvort markmiðum hverrar annar er náð. Unnið er með sömu þemu og sama námsvið en ólíkar áherslur eru á milli deildanna, sumt eru þau yngri ekki með og allt er aðlagað að þroska og aldri barnanna.