news

Tannverndarvika

30 Jan 2017

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir Tannverndarviku 30. janúar - 3. febrúar 2017 með skilaboðum til landsmanna um að draga úr neyslu sykraðra drykkja og sætinda. Við tökum undir þessi skilaboð og munum spjalla um tennurnar og mikilvægi þess að passa vel uppá tennurnar.

Eins er vert að minna á að nú um áramótin bættust 4 og 5 ára börn inn í samning um gjaldfrjálsar tannlækningar. Nú falla öll börn 3-17 ára undir samninginn og þurfa einungis að greiða 2500 kr árlegt komugjald. Mikilvægt er að öll börn hafi skráðan heimilistannlækni en hann er hægt að skrá í gegnum www.sjukra.is eða hjá tannlækni.

Á vef landlæknis má finna ýmsan fróðleik um tannhirðu barna endilega kíkið á þetta. http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni...