news

Nýtt ár og ný börn

07 Jan 2021

Nýja árið hefst vel hjá okkur og þökkum við öllum fyrir samveruna og samskiptin á árinu 2020. Við fengum ný börn og nýja foreldra í hópinn okkar í vikunni, og bjóðum þau velkomin til okkar. Um áramót styttist vinnuvikan hjá okkur úr 40 tímum í 37 tíma, gerðar hafa verið breytingar á skipulagi en ekkert sem foreldrar verða varir við. Vonandi gengur þetta vel en prufutíminn sem við gáfum okkur er 4 mánuðir.