news

Hjálpsemi er dygð

27 Okt 2016

Fram að áramótum ætlum við að vinna með dygðina "hjálpsemi "í lífsleikni. Rætt verður um hjálpsemi í samverustundum og lesnar bækur og sungin lög. Einnig lærum við nokkra málshætti sem tengjast dygðinni.

Hjálpsemi er að verða öðrum að liði, gera gagnlega hluti sem geta skipt sköpum. Hjálpsemi felst i því að gera eitthvað fyrir aðra sem þeir geta ekki gert sjálfir. Smáviðvik geta gert lífið auðveldara og skemmtilegra. Hjálpsemi snýst ekki alltaf um að gera það sem aðrir vilja. Þá er bara verið að þóknast fólki. Hjálpsemi snýst um að gefa fólki það sem það þarfnast, ekki einungis það sem það vill. Þeir tímar koma að okkur finnst við vera hjálparvana. Á þannig stundum eigum við að biðja um hjálp. Við eigum það skilið.

Við temjum okkur hjálpsemi með því að vera vakandi fyrir þörfum annarra. Með því að vera vakandi fyrir því hvenær þarf að aðstoða vini, einstaklinga í fjölskyldunni og þá sem við þekkjum ekki. Með því að bíða ekki eftir ad fólk biðji um hjálp heldur bjóða hana fram þegar við sjáum að hennar er þörf.


Margar hendur vinna létt verk

Enginn getur hjálpað öllum en allir geta hjálpar einhverjum

Gott er að eiga góða að

Það er vinur sem reynist vel í vanda

Við vitum að þungar þrautir má með þúsund höndum vinna