news

Dagur íslenskrar náttúru

19 Sep 2016

Dagur íslenskrar náttúru var stofnaður þann 16. september árið 2010 af ríkisstjórn Íslands að tillögu Svandísar Svavarsdóttur þáverandi umhverfisráðherra. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar og stofnaður til heiðurs því mikla starfi sem Ómar hefur lagt til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru.

Í tilefni dagsins vorum við með útidag annað árið í röð. Að þessu sinni fórum við í gönguferð og eftir hádegið kveiktum við upp í eldstæðinu og hituðum kakó.